Umbreyting skráarkerfis

Með því að uppfæra geturðu umbreytt fyrirliggjandi ext2 skráarkerfum yfir í ext3. Þessi aðgerð mun ekki skaða gögnin sem fyrir eru á skráarkerfunum.

Kosturinn við að umbreyta yfir í ext3 er sá að það er "journaling" skráarkerfi. Ext3 skrárkerfið þarf því ekki, öfugt við ext2, að skanna (fsck) þó að vélin fari niður án þess að ná að ganga frá því. Þetta getur minnkað til muna þann tíma sem tekur kerfið að koma upp aftur, tilbúið til vinnslu.

Því mælum við með því að umbreyta skráarkerfinu.

Til að gera það, skaltu velja disksneiðina til að umbreyta í ext3.

Þegar þú ert búin(n), smelltu þá á Áfram hnappinn