Stillingar skjás

Uppsetningarforritið mun nú reyna að finna skjáinn þinn og komast að hverrar gerðar hann er og hvaða stillingar henta honum best. Takist það ekki þarftu að velja skjá úr lista sem líkist mest þeim sem er tengdur þessari tölvu.

Einnig geturðu slegið inn gildin fyrir lárétta og lóðrétta tiftíðni skjásins. Upplýsingar um rétt gildi má fá í handbókum skjásins. Aðgát skal höfð þar sem gildi utan vinnslusviðs skjásins geta skemmt hann. Aðeins skal nota þennan möguleika ef gildin í handbókunum fara ekki saman við neinn skjá í listanum og þú ert viss á að gildin sem gefin eru upp í handbókunum séu rétt.

Ef þig grunar að gildin sem þú valdir séu vitlaus, þá geturðu smellt á Endurheimta fyrri gildi til að fá aftur gildin sem voru skynjuð.