Eldveggur liggur á milli vélarinnar og netsins og stýrir aðgangi annara á netinu að þeim þjónustum sem eru keyrandi á vélinni. Vel uppsettur eldveggur getur aukið töluvert öryggi vélarinnar.
Veldu viðeigandi öryggisstig.
Enginn eldveggur - Að velja engann eldvegg veitir greiðan og óhindraðan aðgang að öllum þjónustum vélarinnar. Við mælum með að þessi valkostur sé einungis tekin ef vélin er á öruggu neti (ekki á internetinu), eða ef þú hyggur á frekari eldveggjastillingar síðar.
Ef þú ætlar að tengja vélina við internetið, en hyggst ekki veita neina þjónustu, þá er þetta besti kosturinn. Ef þörf er á að veita að fleiri þjónustur, þá er hægt að smella á Sérsníða til að hleypa þeim gegnum eldveggin.
Leyfa tengingar inn - Með þvi að virkja þennan möguleika er völdum þjónustum hleypt gegnum eldveggin. ATH! með vinnustöðvaruppsetningu eru flestar þessar þjónustur ekki til staðar á vélinni.
Póstur (SMTP) - Þessi möguleiki veitir aðgang að SMTP póstflutningi. Ef utanaðkomandi póstþjónar þurfa að tengjast þínum, þá þarftu að virkja þennan valmöguleika. Ekki vikja hann ef þú nærð í póstinn þinn frá internetveitu með POP3 eða IMAP, eða ef þú notar tól eins og fetchmail til þess. ATH! Illa stilltur SMTP þjónn getur veitt utanaðkomandi aðgang til að senda ruslpóst í gegnum vélina þína.
Við mælum ekki með að þú virkjir þetta fyrir netkort sem eru tengd við ytri netkerfi, eins og t.d. internetið.