Stillingar músar

Veldu rétta músargerð fyrir vélina þína.

Ertu með PS/2, USB eða raðtengda mús? (ábending: Ef músartengið er hringlaga þá ertu með PS/2 mús, ef tengið er ferhyrnt þá ertu með USB mús, annars er hún líklega raðtengd mús.)

Reyndu að finna nákvæmlega eins mús í listanum. Finnist hún ekki ættir þú að velja eina sem er samhæfð þinni. Ef það bregst getur þú valið Almenna músargerð.

Ef þú ert með raðtengda mús skaltu velja tækið og gáttina sem hún er tengd í í næsta glugga.

Ábending: Ef þú ert með mús með skrunhjóli getur þú reynt MS IntelliMouse mús (af réttri gerð) sem mús sem er samhæfð þinni.

Í @RHL@ er myndræna vinnuumhverfið (X gluggakerfið) hannað til þess að nota þriggja hnappa mús. Ef þú ert með tveggja hnapa mús skaltu haka við Herma eftir þremur hnöppum rofann. Eftir að uppsetningu lýkur getur þú smellt á báða hnappana í einu til að herma eftir þeim þriðja.