Uppfæri diskminnissneið

Það er ekki alltaf nauðsynlegt að uppfæra diskminnissneiðina í öllum uppfærslum. Þú ert hingað komin(n) vegna þess að uppsetningarforritið hefur komist að þeirri niðurstöðu að vélin þín hafi ekki nægjanlegt vinnsluminni til að halda áfram.

Hér getur þú kosið að búa til diskminnisskrá á disknum þínum. Diskminnisskrá er eins og hvert annað sýndarminni og mun bæta afköst vélarinnar þinnar.

Ef þú vilt ekki búa til þessa skrá meðan á þessari uppfærslu stendur getur þú hætt við hana og búið til skrána handvirkt.

Veldu hnappinn við hliðina á Búa til diskminnisskrá.

Notaðu svo músina til að velja á hvaða disksneið skráin á að vera.

Sláðu svo inn stærð hennar (í MB) í viðkomandi glugga.